Aurora borealis

Aurora borealis
Ekki bara norðurljós heldu líka stjörnur, á Hörgslandi er frábær aðstaða til að njóta þessa náttúru fyrirbæris sem kallast Aurora borealis eða bara Norðurljós en á Hörgslandi er engin ljósmengun sem gerir þennan stað alveg sérstakan.

Segulsvið jarðar og norðurljós

Þórður Arason 10.10.2012

Norðurljós stafa af truflunum á segulsviði jarðar sem rafhlaðnar eindir frá sólinni valda. Segulsvið jarðar á upptök og er haldið við af raf- og iðustraumum í fljótandi ytri-kjarna jarðar. Við yfirborð má lýsa um 90% af segulsviðinu með tvípólssviði, með segulpóla um 10° frá snúningsás jarðar. Straumar í iðrum jarðar breytast mjög hægt og segulsviðið úr iðrum jarðar breytist yfirleitt einungis á tímakvarða ára og alda.

Straumur rafhlaðinna einda frá sólinni, sem kallaðar eru sólvindur, skellur stöðugt á segulsviðinu og sveigja það í segulhjúp sem nær þó að verja jörðina og lofthjúpinn að mestu leyti fyrir ágangi eindanna. Breytileiki í sólvindinum veldur því að segulsviðið verður fyrir truflunum sem mælast frá sekúndum upp í daga. Þessar truflanir eru þó yfirleitt litlar miðað við styrk segulsviðsins úr kjarna jarðar; miklar truflanir geta verið um og yfir 1-3% af styrk sviðsins á yfirborði jarðar.

Sem einfaldan mælikvarða á norðurljósavirkni er hér miðað við Kp-kvarða, sem lýsir styrk segulsviðstruflana á jörðinni. Kp-kvarðinn er frá 0 til 9, þar sem 0 lýsir lágmarksvirkni og 9 hámarksvirkni. Algengast er að Kp-gildið sé 0-3 og mjög sjaldgæft að það nái efstu tölunum. Kp-gildi er reiknað sem vegið meðaltal á K-gildum frá fjölda segulmælingastöðva á jörðinni, en K-gildi á hverri segulmælingastöð er reiknað út frá mesta útslagi í láréttum styrk segulsviðsins á hverjum 3 klst.

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur fylgst með og rannsakað norðurljós um áratugaskeið og hefur ritað og sett á vefinn nokkrar ágætar greinar um norðurljós og tengd efni:Norðurljós – fróðleiksbrotNorðurljósNorðurljósaspárSólvirkni og norðurljósÁrstíðasveiflan í segultruflunum og norðurljósumSólblossinn 7. mars 2012 og Norðurljós – Handbók um norðurljósaathuganir (pdf 6 Mb). Tekið af vef Veðurstofu Íslands

Mælingar á norðurljósavirk

 

One of nature’s most dazzling spectacles has captured the eye and heart of   photographer Jónína Óskarsdóttir. She has spent years training her camera   lens on the aurora borealis – or northern lights –  over the dramatic   backdrop of snow-covered Icelandic mountains.Picture: Jónína G. Óskarsdóttir / Barcroft Media

Flags Widget powered by AB-WebLog.com.